23 milljónir horft á Sigvalda skrúfa boltann í netið

Yfir 23 milljónir manns hafa horft á myndbandið af Sigvalda …
Yfir 23 milljónir manns hafa horft á myndbandið af Sigvalda skrúfa boltann í netið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur slegið í gegn með liði íslenska landsliðsins í handbolta á Evrópumeistaramótinu sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þá hefur myndband úr leik Íslands gegn Portúgal sérstaklega vakið athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Alls hafa 23,5 milljónir manns horft á myndbandið á Tiktok en það var Home of Handball sem birti það. „Hann gæti eldað pasta á meðan hann er í loftinu,“ segir um myndbandið. Þar má sjá Sigvalda skrúfa boltann laglega í netið fram hjá markverði Portúgala.

Home of Handball birti einnig annað myndband af sama marki þar sem má sjá varnarmann Portúgal hreinlega beygja sig saman þegar Sigvaldi stekkur inn úr horninu. 

mbl.is