Sjokkerandi frammistaða hjá United (myndskeið)

West Ham gerði sér lítið fyrir og vann 2:0-heimasigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Sigur West Ham var sanngjarn í leiknum en United náði aldrei upp neinum takti í sinn leik þrátt fyrir góðan 1:0-heimasigur gegn Leicester í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Freyr Al­ex­and­ers­son, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins, var einn af sér­fræðing­um Vallarins sem var á dag­skrá Sím­ans Sport í gær en hann var ómyrkur í máli þegar að kom að spilamennsku United gegn West Ham. „Ég skil ekki á hvaða vegferð þeir eru,“ sagði Freyr í þættinum.

„Þetta er Manchester United og ég ber þvílíkt mikla virðingu fyrir þessu félagi en sjáiði bara miðjuna hjá liðinu. Scott McTomany, Nemanja Matic og Juan Mata sem var búinn fyrir tveimur árum. Þetta er miðjan hjá Manhcester United, þetta er svo lélegt sko. Frammistaðan í þessum leik var í raun sjokkerandi,“ sagði Freyr meðal annars.

Marcus Rashford náði sér ekki á strik gegn West Ham …
Marcus Rashford náði sér ekki á strik gegn West Ham í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert