Eiður: „Getum gefið Liverpool titilinn núna“ (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen var gestur á Vellinum sem sýndur er á Símanum sport, ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en Tómas Þór Þórðarson er þáttastjórnandi. 

Þar ræddu þeir baráttuna á milli Manchester City, Leicester City og Liverpool, þriggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 

Fóru þeir um víðan völl og ræddu m.a. um Pep Guardiola og þau áhrif sem það hefur á Spánverjann að missa Mikel Arteta sem aðstoðarmann sinn. 

Þegar talið varst að Liverpool, var Eiður fljótur að spá því að Liverpool verði enskur meistari í vor. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert