Er Gylfi að fara í janúar eða í sumar? (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport. Þar ræddu þeir m.a. um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. 

Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Gylfi væri á förum frá félaginu, en þrátt fyrir það var hann í byrjunarliðinu og fyrirliði er liðið vann 1:0-sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 

Bjarni og Eiður segja það ólíklegt að Gylfi sé á förum frá Everton og voru þeir sammála um að vilja sjá Gylfa spila framar á vellinum en hann hefur gert síðan Carlo Ancelotti tók við liðinu á dögunum. 

Þessar áhugaverðu umræður með sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is