Hjá Chelsea til 2023

Tammy Abraham er nú samningsbundinn til 2022.
Tammy Abraham er nú samningsbundinn til 2022. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur framlengt samning sinn við framherjann Tammy Abraham til 2023. Var Abraham áður samningsbundinn til 2022. 

Fékk hann áður 50 þúsund pund í vikulaun en ljóst er að launahækkun fylgdi nýja samningnum. Félagið og Abramham hafa lengi verið í viðræðum um nýjan samning, en framherjinn var ósáttur við að leikmenn á borð við Callum Hudson-Odoi og Reece James var boðið hærri laun.

Abraham hefur leikið 40 leiki með Chelsea á tímabilinu og skoraði í þeim 16 mörk. Var hann að láni hjá Aston Villa í B-deildinni á síðustu leiktíð og gerði hann þá 26 mörk í 40 leikjum. Abraham hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim eitt mark. 

mbl.is