Englendingar eru á algjörum villigötum

Jordan Henderson skoraði mark í lok leiks Liverpool og Everton …
Jordan Henderson skoraði mark í lok leiks Liverpool og Everton sem var dæmt af. AFP

Þegar við tökum tæknina í okkar þjónustu er tilgangurinn vanalega sá að gera okkur lífið einfaldara og betra. Oft verður það líka niðurstaðan.

Þegar stærstu deildir og sambönd heimsfótboltans tóku upp myndbandsdómgæslu (VAR), átti hún að leysa öll vandamál og deilur um einstök atriði í leikjum. Fallega hugsað.

En hefur það gengið eftir? Það er auðvelt að setja sig í spor stuðningsmanna Liverpool sem klóra sér í hausnum yfir rangstöðunni sem dæmd var í lokin gegn Everton á laugardaginn og varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli en ekki með sigri þeirra rauðklæddu.

Ég ætla ekki að krefjast þess að hætt verði með myndbandadómgæslu þótt tilkoma hennar hafi ekki kætt mig sérstaklega.

En það þarf að nota hana rétt og Englendingar eru á algjörum villigötum. Nú situr hópur fólks í höfuðstöðvum í London og rýnir í atvik sem eiga sér stað á velli einhvers staðar í landinu og eyðir allt að þremur mínútum í að finna út hvort mögulega hafi verið um brot eða rangstöðu að ræða. Og það er ekki einu sinni sjálfgefið að það komist að réttri niðurstöðu. Þrátt fyrir tæknina.

Bakvörð Víðis má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »