Moyes við Bjarna: Höfðum engan tíma

Dav­id Moyes, knatt­spyrn­u­stjóri West Ham, ræddi við Bjarna Þór Viðars­son á Sím­an­um sport. Moyes hef­ur gert glæsi­lega hluti með West Ham á tíma­bil­inu og er liðið í mik­illi bar­áttu um sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu leiktíð.

„Allir knattspyrnuþjálfarar standa og falla með leikmönnunum sem þeir kaupa,“ sagði Moyes, spurður um ótrúlega innkomu Tékkans Tomas Soucek sem hefur verið einn af bestu leikmönnum tímabilsins.

„Ég kom inn um áramótin á síðasta ári, við vorum í einu af neðstu þremur sætunum og höfum engan tíma til að bregðast við. Það vantaði leikmenn í hópinn og Soucek hentaði okkur fullkomlega,“ bætti Moyes við og sagði miðjumanninn hafa akkúrat verið þann leikmann sem West Ham vantaði.

Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is