Gylfi: Þurfa heldur betur að bretta upp ermar

Gylfi Einarsson fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Leeds hefur áhyggjur af sínu gamla félagi. Leeds tapaði á heimavelli fyrir Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag, 0:4.

Gylfi var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport ásamt Bjarna Þór Viðarssyni og ræddu þeir m.a. slakan varnarleik Leeds í leiknum og vondar ákvarðanir í góðum stöðum í sókninni.

Umræðurnar og svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is