Styttir sumarfrí leikmanna United

Erik ten Hag vill meiri tíma með leikmönnum á æfingasvæðinu.
Erik ten Hag vill meiri tíma með leikmönnum á æfingasvæðinu. AFP/Maurice van Steen

Erik ten Hag, næsti knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna liðsins.

Vill ten Hag meiri tíma með leikmönnum til að aðlaga þá að nýrri leikaðferð. Áttu leikmenn United að mæta til æfinga 4. júlí en Mirror greinir frá því að fyrstu æfingu eftir sumarfrí hafi verið flýtt til 20. júní.

Leikstíll ten Hag krefst að leikmenn séu í mjög góðu líkamlegu standi, þar sem hann vill pressa leikmenn andstæðinganna um allan völl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert