West Ham í góðum málum gegn Dönunum

Michail Antonio skoraði þriðja mark West Ham.
Michail Antonio skoraði þriðja mark West Ham. AFP/Paul Ellis

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hafði betur gegn danska liðinu Viborg í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta á heimavelli í kvöld, 3:1.

Ítalski framherjinn Gianluca Scamacca kom West Ham yfir á 23. mínútu og Jarrod Bowen bætti við marki á 64. mínútu.

Jacob Bonde minnkaði muninn fyrir Viborg fimm mínútum síðar en varamaðurinn Michail Antonio gulltryggði tveggja marka sigur West Ham á 78. mínútu.

Norska Íslendingaliðið Viking hafði betur gegn FCSB frá Rúmeníu á útivelli, 2:1. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking allan leikinn og Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 83 mínúturnar.

mbl.is