Hluti af fótboltanum að tapa leikjum

„Við þurfum að læra af þeim mistökum sem við gerðum í dag,“ sagði Albert Sambi Lokonga, miðjumaður Arsenal, í samtali við Síminn Sport eftir 1:3-tap liðsins gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að við stöndum saman núna enda er það hluti af fótboltanum að tapa leikjum,“ sagði Albert Sambi Lokonga.

Arsenal hefur byrjað tímabilið frábærlega en þetta var fyrsta tap liðsins á leiktíðinni.

„Við fengum nokkra sterka leikmenn í félagaskiptaglugganum og það eru allir leikmenn liðsins með sín hlutverk á hreinu.

Við erum með þjálfara sem vill spila út frá aftasta manni og það tekur alltaf tíma að aðlaga sig að þannig hugmyndafræði,“ bætti Lokonga við.

mbl.is