Ótrúlegt jafntefli Liverpool á Villa Park

Jhon Duran var hetja Aston Villa.
Jhon Duran var hetja Aston Villa. AFP/Ben Stansall

Aston Villa og Liverpool gerðu jafntefli, 3:3, í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld.

Liverpool er í þriðja sæti með 79 stig og Aston Villa í fjórða sæti með 68. Aston Villa þarf því að öllum líkindum aðeins jafntefli gegn Crystal Palace í lokaumferðinni næstu helgi til að ná Meistaradeildarsætinu. 

Tottenham er í fimmta sæti og þarf að vinna sína tvo leiki sem eftir eru til að eiga möguleika á að ná sætinu af Aston Villa. Tottenham mætir Manchester City í risaleik annað kvöld. 

Liverpool-maðurinn Harvey Elliott í baráttunni við Douglas Luiz.
Liverpool-maðurinn Harvey Elliott í baráttunni við Douglas Luiz. AFP/Ben Stansall

Liverpool-liðið komst yfir eftir rétt rúmar 60 sekúndur. Þá átti Harvey Elliott sendingu fyrir markið sem fór af Pau Torres og til Emiliano Martínez markmanns. Hann missti hins vegar boltann frá sér og þaðan rataði hann í netið. Afskaplega var þetta klaufalegt hjá Argentínumanninum.

Villa var þó ekki lengi að svara en á tólftu mínútu var allt jafnt. Þá keyrði Ollie Watkins inn á teiginn, gaf boltann út á Youri Tielemans sem smellti honum í netið, 1:1.

Cody Gakpo kom Liverpool yfir á ný á 23. mínútu er hann potaði sendingu Joe Gomez í netið, 2:1.

Diego Carlos og Moussa Diaby fengu síðan sannkölluð dauðafæri til að jafna leikinn en fóru afar illa að ráði sínu. 

Emiliano Martínez gerði tvívegis mistök.
Emiliano Martínez gerði tvívegis mistök. AFP/Ben Stansall

Jarell Quansah kom Liverpool í 3:1 í upphafi síðari hálfleiksins. Þá stangaði hann aukaspyrnu Harvey Elliott í netið með glæsibrag. 

Varamaðurinn Jhon Duran minnkaði muninn á 85. mínútu er hann smellti boltanum í netið utan teigs, 3:2. 

Duran var síðan aftur á ferðinni á 88. mínútu er hann jafnaði metin fyrir Villa. Þá fór skot Diaby af honum, yfir Alisson og í netið, 3:3.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aston Villa 3:3 Liverpool opna loka
90. mín. Níu mínútum bætt við þennan magnaða leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert