Dennis segir BMW hafa sett sýningu á svið í Melbourne

Heidfeld á ferð í kappakstrinum í Melbourne.
Heidfeld á ferð í kappakstrinum í Melbourne. ap
Forsvarsmenn og ökuþórar BMW-liðsins voru ánægðir með sig eftir kappaksturinn í Melbourne og segja byrjunina undirstrika að þeir séu komnir í slag toppliða. McLarenstjórinn Ron Dennis segir það hins vegar hafa sviðsett leiksýningu.

Nick Heidfeld náði góðu starti á BMW-bíl sínum og skaust fram úr Fernando Alonso á fyrstu metrunum. Hann tók sitt fyrsta þjónustustopp hins vegar langt á undan öðrum og var aðeins einn þriggja ökuþóra sem hófu kappaksturinn á mýkri dekkjagerðinni sem ökuþórar höfðu úr að spila.

Í fréttatilkynningu McLaren eftir kappaksturinn lýsti Dennis þeirri keppnisfræði BMW sem „óvæntri“ og „mjög skaðlegri“ fyrir sigurmöguleika McLaren.

Í samtali við blaðamenn síðar sagði Dennis: „Keppnisáætlun Heidfeld, sem við skiljum ekki, stefndi kappakstrinum í voða hvað okkur varðar. Það leit út fyrir að verið væri að setja á svið leiksýningu í byrjun kappakstursins,“ sagði Dennis.

Heidfeld á ferð í kappakstrinum í Melbourne.
Heidfeld á ferð í kappakstrinum í Melbourne. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina