Áfram frestun hjá Force India

Perez (t.v.) og Hülkenberg fá lítinn eða engann æfingaraksturs á …
Perez (t.v.) og Hülkenberg fá lítinn eða engann æfingaraksturs á 2015-bíl Force India.

Enn hefur orðið seinkun á því að Force India mæti með 2015-bíl sinn til bílprófana vetrarins.

Eftir að hafa þurft meiri tíma og ákveðið að sleppa fyrstu prófanalotunni áformaði Force India að mæta með bílinn til fjögurra daga lotu er stendur yfir í Barcelona dagana 19. - 22. febrúar.

Af því verður þó ekki og nú segist liðið há kapphlaup við klukkuna við bílsmíðina til að geta prófað hann og þróað í þriðju og síðustu bílprófanalotunni er einnig fer fram í Barcelona, dagana 26. febrúar til 1. mars.

„Þótt við vinnum hart að því að komast í aðra lotuna þá er líklegar að nýi bíllinn sjái ekki dagsins ljós fyrr en í þriðju og síðustu lotu,“ segir talsmaður Force India. Í staðinn hyggst liðið mæta með umbreyttan bíl frá í fyrra ti lfyrri lotunnar í Barcelona.

Silfurlit hefur verið bætt í litaflóru bíls Force India fyrir …
Silfurlit hefur verið bætt í litaflóru bíls Force India fyrir komandi keppnistíð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert