Besta ræsing ferilsins

Meðal fórnarlamba Hülkenberg (t.v.) á fyrsta hring voru báðir ökumenn …
Meðal fórnarlamba Hülkenberg (t.v.) á fyrsta hring voru báðir ökumenn Ferrari, Sebastian Vettel (t.h.) og Kimi Räikkönen. mbl.is/afp

Nico Hülkenberg hjá Force India vakti mikla athygli fyrir ótrúlegan fyrsta hring í breska kappakstrinum. Segir hann ræsingu sína í Silverstone þá bestu á ferlinum.

Hülkenberg skaust úr níunda sæti á rásmarkinu og tók fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum þann veg, að hann var fimmti eftir fyrsta hring.

Meðal fórnarlamba Hülkenberg voru Carlos Sainz, Daniil Kvyat, Kimi Räikkönen og d Sebastian Vettel. Á endanum hafnaði hann í sjöunda sæti og varð að sjá á eftir Vettel og Kvyat fram úr sér í dekkjastoppum seint í kappakstrinum.

Báðir ökumenn Force India luku keppni í stigasæti þar sem Sergio Perez varð níundi í mark.

Nico Hülkenberg (t.v.) í keppni við Daniel Ricciardo á Red …
Nico Hülkenberg (t.v.) í keppni við Daniel Ricciardo á Red Bull í Silverstone. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert