Hamilton með 83. ráspólinn

Lewis Hamilton (t.v.) og Valtteri Bottas hefja keppni á morgun ...
Lewis Hamilton (t.v.) og Valtteri Bottas hefja keppni á morgun af fremstu rásröð. Bottas vann kappaksturinn í Abu Dhabi í fyrra. Spurningin er því hvort hann leiki það eftir í ár. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna síðasta ráspól ársins, í Abu Dhabi. Var það hans 83. póll á ferlinum og ellefti á árinu. Annar varð liðsfélagi hans  Valtteri Bottas og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari.

Þetta er jafnframt í fimmta árið í röð sem bílar Mercedes eru á fremstu rásröð kappaksturs í Abu Dhabi. 

Í sætum þrjú til tíu - í þessari röð - urðu Kimi Räikkönen á Ferrari, Daniel Ricciardo og Max Verstappen á Red Bull, Romain Grosjean á Haas, Charles Leclerc á Sauber, Esteban Ocon á Force India og Niko Hülkenberg á Renault.

mbl.is