Rússinn rekinn frá Haas

Nikita Mazepin keppir ekki í Formúlu 1 á tímabilinu.
Nikita Mazepin keppir ekki í Formúlu 1 á tímabilinu. AFP

Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin hefur verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1 liðinu Haas vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Þá hefur Haas hætt öllu samstarfi við rússnesk fyrirtæki.

Þá verður ekki keppt í Rússlandi næstu árin í Formúlu 1 vegna innrásarinnar en samningi Formúlu 1 við Rússland var rift. 

BBC greinir frá því að Pietro Fittipaldi, sem hefur verið varaökuþór Haas á undanförnum árum, komi til greina að leysa Mazepin af hólmi. Þá hafa Jehan Daruvala og Oscar Piastri, sem kepptu í Formúlu 2 á síðasta tímabili, einnig verið nefndir til sögunnar.

Dmitry Mazepin, faðir Nikita, er eigandi einnar stærstu efnaverksmiðju Rússlands og er vinur Vladímírs Pútíns, Rússlandsforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert