Jóhann Berg innsiglaði sigur AZ

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Hilmar Þór

Jóhann Berg Guðmundsson innsiglaði sigur hollenska liðsins AZ Alkmaar þegar liðið sigraði tékkneska liðið Jablonec, 2:0, á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í kvöld.

Jóhann Berg kom inná sem varamaður á 65. mínútu, strax eftir að Wernbloom hafði komið hollenska liðinu yfir, og hann skoraði síðara mark sinna manna á 88. mínútu.

mbl.is