Kristján Flóki tryggði Start stig

Kristján Flóki Finnbogason skoraði í dag.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði í dag. mbl.is/Golli

Kristján Flóki Finnbogason skoraði seinna mark Start sem gerði 2:2 jafntefli við Bodø/Glimt á heimavelli í norsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristján jafnaði þá leikinn á 84. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður 20 mínútum áður. 

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start en Oliver Sigurjónsson var allan tímann á bekknum hjá Bodø/Glimt

Bodø/Glimt er í toppsæti deildarinnar með 53 stig og Start í öðru sæti með 45 stig en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild. 

mbl.is