Þurfti sem betur fer að klára

Alfreð Finnbogason fagnar marki.
Alfreð Finnbogason fagnar marki.

„Það var svona korter eftir af leiknum þegar ég stífnaði allur upp í hásininni eftir að hafa fengið högg á hana. Við vorum búnir með skiptingarnar þannig að ég þurfti að klára leikinn, sem betur fer.“

Þetta segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, en hann meiddist í síðasta leik sínum með Augsburg í Þýskalandi fyrir jól.

Alfreð skoraði þrennu í leiknum, í annað sinn á þessu tímabili, í 3:3-jafntefli við Freiburg. Tvö markanna skoraði Alfreð með skalla í uppbótartíma, eftir að hafa spilað meiddur í vinstri hásin drjúga stund.

„Maður fer oft langt á adrenalíninu. Ég hélt að þetta væri ekki svona alvarlegt, þó að ég væri alveg að drepast, en það var þá fínt kannski að maður gat notað hausinn til að skora þessi mörk,“ segir Alfreð við Morgunblaðið.

Alfreð er nú staddur á Tenerife með félögum sínum í Augsburg, eftir að hafa varið jólafríinu með fjölskyldu sinni í Dúbaí, en hann hefur ekki getað tekið þátt í æfingum liðsins: 

Sjá viðtal við Alfreð í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert