Ótrúlegir yfirburðir spænskra liða í Evrópu

Atlético Madrid fagnar sigri í Evrópudeildinni í kvöld.
Atlético Madrid fagnar sigri í Evrópudeildinni í kvöld. AFP

Óhætt er að segja að spænsk félög hafi ráðið ríkjum í Evrópukeppnum í knattspyrnu síðustu ár. Atlético Madrid undirstrikaði það í kvöld þegar liðið vann 3:0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en þetta er þriðji sigur liðsins í keppninni á síðustu níu árum.

Þegar teknir eru saman sigurvegarar í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni síðustu árin þá hafa spænsk félög unnið 8 af síðustu 9 Evróputitlum í keppnunum tveimur. Aðeins sigur Manchester United í Evrópudeildinni í fyrra brýtur upp mynstrið sem hefur haldið velli síðan vorið 2014.

2013-2014 – Real Madrid vann Meistaradeild og Sevilla Evrópudeild
2014-2015 – Barcelona vann Meistaradeild og Sevilla Evrópudeild
2015-2016 – Real Madrid vann Meistaradeild og Sevilla Evrópudeild
2016-2017 – Real Madrid vann Meistaradeild
2017-2018 – Atlético Madrid vinnur Evrópudeild

Real Madrid getur svo fullkomnað enn einu spænsku tvennuna með sigri á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðar í mánuðinum.

mbl.is