Gunnhildur og stöllur unnu toppliðið

Gunnhildur Yrsa fer afar vel af stað í Bandaríkjunum.
Gunnhildur Yrsa fer afar vel af stað í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Heimasíða bandarísku deildarinnar.

Landsliðskon­an Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir og liðsfé­lag­ar henn­ar í Utah Royals unnu 1:0-sigur í nótt á liði Courage frá Norður-Karólínu sem situr á toppi bandarísku A-deildarinnar í knattspyrnu.

Brittanny Ratcliffe skoraði eina mark leiksins og því sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Gunnhildur og stöllur hennar hafa aðeins tapað tveimur leikjum í fyrstu 11 umferðunum en að sama skapi gert mörg jafntefli, eða fimm talsins. Royals situr í 4. sætinu með 17 stig, 13 stigum frá toppliði Courage.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert