Hörður og Arnór á bekknum gegn Evrópumeisturunum

Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu. Ljósmynd/CSKA Moskva

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrja báðir á varamannabekk CSKA Moskva þegar liðið tekur á móti Evrópumeisturum Real Madrid í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Hörður Björgvin hefur jafnað sig af meiðslum og sest á bekkinn en vonandi fá okkar menn að spreyta sig á móti Evrópumeisturunum. Gareth Bale leikur ekki með Real Madrid í kvöld vegna meiðsla og þá er fyrirliðinn Sergio Ramos hvíldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert