Gagnrýndur fyrir samfélagsmiðlanotkun

Loris Karius eyðir of miklum tíma á samfélagsmiðlum samkvæmt Uli …
Loris Karius eyðir of miklum tíma á samfélagsmiðlum samkvæmt Uli Stein. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Uli Stein hefur gagnrýnt Loris Karius, markmann Besiktas í Tyrklandi, harðlega fyrir samfélagsmiðlanotkun markmannsins. Karius gerði sig sekan um slæm mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor þar sem Liverpool tapaði 3:1 fyrir Real Madrid í Kiev og var Karius lánaður til Tyrklands í lok gluggans.

Karius fór ágætlega af stað í Tyrklandi en hann gerði sig sekan um slæm mistök í leik Besiktas og Malmö í J-riðli Evrópudeildar UEFA á dögunum en leiknum lauk með 2:0-sigri Malmö í Svíþjóð. Stein, sem er fyrrverandi markmaður Vestur-Þýskalands, er ekki hrifinn af hegðun þýska markmannsins utan vallar.

„Karius virðist leggja meiri áherslu á að taka fallegar myndir og birta þær á samfélagsmiðlum en að spila knattspyrnu og standa sig á vellinum. Hann þarf að eiga alla vega tvö mjög góð tímabil ef hann vill sanna sig á nýjan leik,“ sagði Uli Stein í samtali við þýska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert