Sterkur sigur Frakka á Brasilíu

Frá leik Frakklands og Brasilíu.
Frá leik Frakklands og Brasilíu. AFP

Frakkar unnu sterkan 3:1-sigur á Brasilíu í vináttuleik kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Allianz Riviera-vellinum í Nice, þar sem karlalið Íslands vann England á EM 2016. 

Delphine Cascarino kom Frökkum yfir með eina marki fyrri hálfleiks og Elise Bussaglia bætti við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks. Leticia Santos skoraði sjálfsmark kortéri fyrir leikslok áður en Darlene minnkaði muninn í uppbótartíma. 

Í Þýskalandi unnu heimakonur öruggan 5:2-sigur á Ítalíu. Giulia Gwinn skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og þær Leonie Maier, Lina Magull og Alexandra Popp bættu við mörkum. Barbara Bonansea og Daniela Sabatino skoruðu mörk Ítalíu. 

mbl.is