Markalaust hjá Barcelona og Bilbao

Barcelona mistókst að auka forskot sitt á toppi spænsku 1. …
Barcelona mistókst að auka forskot sitt á toppi spænsku 1. deildarinnar í kvöld. AFP

Forskot Barcelona á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu er nú aðeins sex stig eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Athletic Bilbao á útivelli í deildinni í kvöld. Barcelona stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld en þrátt fyrir það voru það heimamenn í Bilbao sem fengu hættulegri færi.

Marc-André ter Stegen, markmaður Barcelona, hélt sínum mönnum inni í leiknum í fyrri hálfleik með frábærum vörslum en sóknarleikur Börsunga í leiknum var afar hugmyndasnauður. Barcelona er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 51 stig og hefur liðið sex stiga forskot á Real Madrid eftir 23 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert