Í sigurvímu á spítalann

Sandra María Jessen
Sandra María Jessen Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Sandra María Jessen lá inni á sjúkrahúsi þegar Morgunblaðið heyrði í henni til að ræða hádramatíska lokaumferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta þar sem Sandra og félagar hennar í Leverkusen héldu sér í deildinni þrátt fyrir afar dökkt útlit um tíma.

Sandra fékk þungt höfuðhögg í leiknum en fann ekki almennilega fyrir afleiðingum þess fyrr en sigurvíman rann af henni, en þá tók við hausverkur og uppköst.

„Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri „allt eða ekkert“-leikur. Það tók einhvern veginn pressuna af okkur. Maður fann það allan tímann hvað stemningin var góð og við vel samstilltar, og við áttum sennilega okkar besta leik á tímabilinu. Þetta var engu að síður mjög erfitt,“ segir Sandra um lokaleik tímabilsins, en Leverkusen vann þá liðið í 4. sæti, Essen, 2:1, þrátt fyrir að vera 1:0 undir þegar 20 mínútur voru eftir.

Leverkusen varð að vinna leikinn og treysta á að Werder Bremen myndi ekki vinna Freiburg. Þeim leik lauk með 1:1-jafntefli og Leverkusen hélt sér uppi á kostnað Bremen.

„Í þessum leik okkar við Essen þá fengu bæði lið mikið af færum en þær skoruðu fyrsta markið. Á sama tíma var svo Bremen komið í 1:0 gegn Freiburg. Á þessum tímapunkti þurftum við því að skora tvö mörk og treysta á að Freiburg næði að jafna metin gegn Bremen. Þetta leit því ekki vel út í hálfleik en við bara héldum áfram og náðum inn tveimur mörkum í seinni hálfleiknum,“ segir Sandra, en eftir leik tóku við taugatrekkjandi mínútur.

Viðtalið við Söndru í heild er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »