Pólland á EM eftir þægilegan sigur

Arkadiusz Milik fagnar marki sínu gegn Slóveníu í Ljubljana í …
Arkadiusz Milik fagnar marki sínu gegn Slóveníu í Ljubljana í kvöld. AFP

Pólverjar urðu í kvöld fjórða þjóðin til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu eftir 2:0-sigur gegn Norður-Makedóníu í Varsjá í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 74. mínútu kom Przemyslaw Frankowski Pólverjum yfir. Arkadiusz Milik innsiglaði svo sigur pólska liðsins sex mínútum síðar og þar við sat.

Í hinum leik G-riðils í kvöld mættust Slóvenía og Austurríki í Ljubljana í Slóveníu. Þar reyndist Stefan Posch, leikmaður Austurríkis, hetjan en hann skoraði sigurmark leiksins á 21. mínútu í 1:0-sigri Austurríkis.

Pólverjar eru í efsta sæti G-riðils með 19 stig en Austurríki kemur þar á eftir í öðru sætinu með 16 stig. Norður-Makedónía er í þriðja sætinu með 11 stig en tap Slóveníu gegn Austurríki gerir það að verkum að Pólverjar eru komnir á EM. Austurríkismenn standa líka afar vel að vígi í öðru sætinu.
mbl.is