Pellegrino búinn að missa starfið

Mauricio Pellegrino.
Mauricio Pellegrino. AFP

Argentínumaðurinn Mauricio Pellegrino var í dag rekinn úr starfi hjá spænska knattspyrnuliðinu Leganes.

Pellegrino tók við þjálfun Leganes í júní í fyrra eftir að hafa verið rekinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Southampton. Undir hans stjórn hafnaði Leganes í 13. sæti í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Hvorki hefur gengið né rekið hjá liði Leganes á þessu tímabili. Liðið er án sigurs en það hefur tapað sjö leikjum og gert tvö jafntefli og situr á botni deildarinnar.

mbl.is