Fengu sér viskí og bjór fyrir leik gegn Chelsea

Viskíið og bjórinn sátu ekki í leikmönnum Bayern.
Viskíið og bjórinn sátu ekki í leikmönnum Bayern. AFP

Bandaríski rokksöngvarinn Jon Bon Jovi er mikill áhugamaður um íþróttir og hann mætti í útvarpsþátt á talkSPORT í dag. Þar ræddi hann m.a. um leik Bayern München og Chelsea í Meistaradeildinni í fótbolta á þriðjudag. 

Bon Jovi er sem stendur í London þar sem hann er að taka upp plötu. Gisti hann á sama hóteli og leikmenn Bayern og sá hann leikmenn þýska liðsins fá sér áfenga drykki daginn fyrir leikinn gegn Chelsea. 

„Ég var í rólegheitunum á barnum þegar liðið mætir og fær sér viskí og bjór. Leikmenn fengu sér nokkra drykki og svo fóru þeir og rústuðu Chelsea. Núna er ég að koma öllum í vandræði,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. 

mbl.is