Úrslitaleik Meistaradeildarinnar sett tímamörk

Atletico Madríd er komið í fjórðungsúrslit eftir að hafa slegið …
Atletico Madríd er komið í fjórðungsúrslit eftir að hafa slegið ríkjandi meistara Liverpool úr keppni. AFP

Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu verður að vera lokið í síðasta lagi 3. ágúst að sögn Aleksanders Ceferins, forseta UEFA, en öllum leikjum keppninnar var frestað ótímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Þetta er fordæmalaust tímabil og við reynum að vera sveigjanlegir með tímasetningar, en Meistaradeildin og Evrópudeildin verða að klárast í síðasta lagi 3. ágúst,“ sagði Ceferin í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.

„Við getum spilað eftir núverandi kerfi eða haft bara einn leik, í fjórðungs- og undanúrslitum, á hlutlausum velli. Það sem skiptir aðalmáli er öryggi og heilsa leikmanna, áhorfenda og dómara.“

Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert