Mikið áfall fyrir Barcelona

Gerard Pique er meiddur á hné.
Gerard Pique er meiddur á hné. AFP

Gerard Pique, varnarmaður knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla á hné.

Pique meiddist í leik Barcelona og Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni um þar síðustu helgi og var ekki í leikmannahóp Barcelona í gær í Meistaradeildinni gegn Dynamo Kiev.

Mundo Deportivo greinir frá því að Pique verði frá næstu fjóra til fimm mánuðina sem þýðir að hann gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn í apríl á næsta ári.

Barcelona hefur ekki farið vel af stað í spænsku 1. deildinni á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu og er í þrettánda sæti deildarinnar með 11 stig.

mbl.is