Bæjarar á beinu brautina

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á á 80. mínútu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á á 80. mínútu. Ljósmynd/FCBfrauen

Bayern München er komið aftur á beinu brautina í 1. deild kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi en liðið vann 3:2-sigur gegn Turbine Potsdam á útivelli í dag.

Bayern komst í 3:1 í leiknum með mörkum frá þeim Leu Schüller, Linu Magull og Hönnu Glas en Selina Cerci minnkaði muninn fyrir Turbine Potsdam á 58. mínútu og þar við sat.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á varamannabekk Bæjara í dag en kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.

Fyrir leik dagsins hafði Bayern tapað tveimur leikjum í röð, gegn Wolfsburg og Hoffenheim, en þrátt fyrir það er liðið með 54 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur 5 stiga forskot á Wolfsburg sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert