Þátttöku Dembélé á EM lokið

Ousmane Dembélé kom sterkur inn af bekknum gegn Ungverjalandi áður …
Ousmane Dembélé kom sterkur inn af bekknum gegn Ungverjalandi áður en hann þurfti að fara aftur út af vegna meiðsla. AFP

Ousmane Dembélé, vængmaður franska landsliðsins og Barcelona, meiddist á hné í 1:1-jafntefli Frakklands og Ungverjalands í F-riðli Evrópumótsins í fótbolta á laugardaginn. Meiðslin þýða að Dembélé getur ekki tekið meiri þátt á mótinu.

Hann kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik í jafnteflinu gegn Ungverjalandi og var líflegur. Hann þurfti þó að fara aftur af velli hálftíma síðar eftir að hafa kveinkað sér.

Eftir að hafa gengist undir rannsóknir á spítalanum í Búdapest varð ljóst að meiðslin væru þess eðlis að Dembélé yrði að draga sig úr hópnum.

Hann mun nú gangast undir frekari rannsóknir hjá félagi sínu, Barcelona, þar sem reynt verður að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslinu eru.

mbl.is