Skoraði fyrsta markið í Tyrklandi

Birkir Bjarnason með boltann í dag.
Birkir Bjarnason með boltann í dag. Ljósmynd/Adana Demirspor

Adana Demirspor hafði betur gegn Caykur Rizespor á heimavelli í efstu deild Tyrklands í fótbolta í dag, 3:1.

Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Adana Demirspor og skoraði þriðja markið á 66. mínútu, en markið er það fyrsta sem Birkir skorar fyrir félagið.

Ítalinn skrautlegi Mario Balotelli skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 33. mínútu en Birkir og Balotelli voru einnig samherjar hjá Brescia.

Adana Demirspor er í 15. sæti með fimm stig en sigurinn var sá fyrsti hjá liðinu, sem er nýliði í deildinni, á leiktíðinni.

Birkir og félagar fagna marki í dag.
Birkir og félagar fagna marki í dag. Ljósmynd/Adana Demirsport
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert