Búast við allt að 150.000 manns í Sevilla

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram annað kvöld.
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram annað kvöld. AFP/Cristina Quicler

Lögregluyfirvöld á Spáni reikna með því að allt að 100.000 stuðningsmenn Rangers og um 50.000 stuðningsmenn Eintracht Frankfurt muni láta sjá sig í Sevilla, þar sem úrslitaleikur liðanna í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram annað kvöld.

Sánchez Pizjuán-völlurinn í Sevilla tekur aðeins 42.700 áhorfendur og því ljóst að von er á gífurlegum fjölda fólks sem eiga ekki miða á úrslitaleikinn.

„Ég hef engar áhyggjur. Ég tel að teymi okkar munu geta tekist á við öll þau vandamál sem kunna að koma upp og augljóslega gæti verið eitthvað um þau.

Jafnvel þó að það komi ekki 150.000 manns, þó það kæmi bara helmingurinn af þeim munum við standa frammi fyrir talsverðum vandamálum,“ sagði Juan Carlos Estevéz, yfirmaður öryggismála í Sevilla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert