Lykilmaður Barcelona missir af leiknum gegn Real

Pedri meiddist gegn Manchester United í síðasta mánuði.
Pedri meiddist gegn Manchester United í síðasta mánuði. AFP/Josep Lago

Barcelona verður án spænska miðjumannsins Pedri er liðið mætir Real Madrid í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Pedri hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri rúmlega mánuð en hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum gegn Manchester United í Evrópudeildinni í síðasta mánuði. Talið var að hann gæti mögulega náð leiknum gegn Real Madrid en nú hefur verið að staðfest að svo verður ekki.

Barcelona hefur leikið sex leiki án Pedri síðan hann meiddist en liðið vann fjóra þeirra og tapaði tveimur. Liðið er með níu stiga forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar og getur því stigið stórt skref að titilinum með sigri á sunnudaginn.

mbl.is