Rúnar skoraði í sterkum sigri

Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum þegar lið hans Voluntari vann góðan útisigur á Arges, 2:0, í neðri hluta rúmensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Rúnar Már var í byrjunarliði Voluntari og kom liðinu yfir eftir aðeins níu mínútna leik.

Skömmu síðar, á 17. mínútu, tvöfaldaði Slóvakinn Adam Nemec forystuna og þar við sat.

Rúnar Már var tekinn af velli á 59. mínútu.

Voluntari er eftir sigurinn í þriðja sæti neðri hluta deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum á eftir Craiova og þremur á eftir Petrolul í efstu tveimur sætum neðri hlutans, sem gefa sæti í umspili um laust sæti í Sambandsdeild UEFA.

mbl.is