Fyrirliðinn leikur ekki gegn Eistum

Dennis og Ingvar í leiknum gegn Nýja Sjálandi.
Dennis og Ingvar í leiknum gegn Nýja Sjálandi. mbl.is/Kristján Maack

Fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí, Ingvar Þór Jónsson, tekur ekki þátt í leiknum gegn Eistlandi á HM í íshokkí vegna meiðsla.

Ingvar fékk þungt högg á lærið gegn Kínverjum í gær og verður því hvíldur í þessum leik. Reiknað er með því að hann muni leika gegn Ísrael í síðasta leiknum á föstudag. 

Markvörðurinn snjalli Dennis Hedström fær einnig hvíld í dag í fyrsta skipti í mótinu og varamarkvörðurinn Ævar Björnsson fær því tækifæri til þess að sýna sig og sanna. 

mbl.is