Rudisha bætti eigið heimsmet í 800 metra hlaupi

David Rudisha fagnar sigri í Brussel á föstudagskvöldið.
David Rudisha fagnar sigri í Brussel á föstudagskvöldið. Reuters

Eftir að Keníubúinn David Rudisha sló 13 ára gamalt heimsmet Danans Wilsons Kipketer fyrir rúmri viku er eins og losnað hafi um stíflu hjá þessum 21 árs gamla 800 metra hlaupara. Rudisha bætti heimsmetið í Berlín fyrir tíu dögum síðan og hljóp þá vegalengdina á 1:41,09 mínútu.

Rudisha var á meðal keppenda á Demantamóti í Brussel í Belgíu síðstliðið föstudagskvöld og sigraði þá með sannfærandi hætti en hjó ekki nálægt glóðvolgu heimsmetinu og var um tveimur sekúndum frá því. Á sunnudagskvöldið keppti Rudisha hins vegar í Rieti á Ítalíu og bætti þá eigið heimsmetið.

Rudisha hljóp á 1:41,01 mínútu og fagnaði því öðru heimsmeti á aðeins tíu dögum. Merkilegt verður að teljast að Rudisha keppti í Rieti fyrir ári síðan og lofaði þá áhorfendum að hann myndi mæta aftur að ári og „afreka eitthvað stórkostlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina