Vonn, Wozniacki og Rousey fækka fötum

Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn
Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn AFP

Bandaríska tímaritið Sport Illustrated hefur fengið þrjár stórstjörnur til að fækka fötum fyrir hina árlegu sundfataútgáfu tímaritsins. Um er að ræða skíðakonuna Lindsey Vonn, tenniskonuna dönsku Caroline Wozniacki og UFC-stjörnuna Rondu Rousey. 

Sundfataútgáfa tímaritsins er fyrir löngu orðin vel þekkt enda iðulega þekktar íþróttastjörnur sem taka að sér að sitja fyrir.

Fleiri tímarit hafa raunar farið þá leið að fá frægt íþróttafólk af báðum kynjum til að fækka fötum og gefa innsýn í líkamlegt ásigkomulag. Mikla athygli vakti til dæmis þegar kylfingurinn Gary Player fækkaði fötum fyrir ESPN-tímaritið árið 2013, þá tæplega áttræður.

Umfjöllun Mail online 

mbl.is