Vandræðalaust hjá Wozniacki

Caroline Wozniacki mundar tennisspaðann í Doha í Katar í dag.
Caroline Wozniacki mundar tennisspaðann í Doha í Katar í dag. AFP

Hin danska Caroline Wozniacki átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í átta manna úrslitum á opna Katarmótinu í tennis í dag.

Wozniacki, sem trónir á toppi heimslistans, vann öruggan sigur gegn Carinu Witthöft frá Þýskalandi í tveimur settum, 6:2 og 6:0, en sú þýska er í 52. sæti á heimslistanum.

Andstæðingur í átta manna úrslitunum verður annaðhvort Monica Niculescu frá Rúmeníu eða  Magdalena Rybarikova frá Slóveníu.

mbl.is