„Ég er ekki búin“

Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er búið að vera allt of langdregið vesen. Það tekur mjög mikið á, bæði líkamlega og andlega, að geta ekki sinnt íþróttinni sinni 100 prósent,“ segir sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgunblaðið.

Þegar Eygló steig upp úr sundlauginni í Ríó í ágúst 2016, ein þriggja Íslendinga í sögunni til að synda úrslitasund á Ólympíuleikum, var hún strax komin með skýrt markmið í huga. Hún vildi vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og ætlaði sér að „æfa eins og brjálæðingur“ fram að því.

Í maí í fyrra fór hún hins vegar að finna fyrir bakmeiðslum sem síðan ágerðust og hafa nú angrað hana í hálft annað ár, mismikið þó. Eygló bætti Íslandsmeistaratitli í safnið um helgina þegar hún vann 100 metra baksund í Ásvallalaug, og hún tryggði sér þá jafnframt sæti á HM í 25 metra laug í Kína. En rétt eins og á HM í 50 metra laug í fyrra ætlar hún ekki að taka þátt, vegna sinna langvarandi bakmeiðsla:

„Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið, setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM. Svo flutti ég til Svíþjóðar um haustið og var í sjúkraþjálfun og æfingum þar, sem hjálpaði mér alveg en lagaði þetta aldrei almennilega. Ég fór í myndatöku í janúar á þessu ári og þar fékkst enginn botn í málið. Það tókst ekki fyrr en að ég flutti aftur heim og hitti Pétur [Einar Jónsson], sjúkraþjálfara hjá Atlas, fyrst í ágúst. Hann segir að tilfelli mitt sé mjög leiðinlegt en við erum að vinna í að bæta úr þessu og það virkar alveg,“ segir Eygló. 

Viðtalið við Eygló í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »