Sló í gegn á EM en er réttinda- og launalaus

Anton Sveinn McKee gerði glæsilega hluti á EM í Glasgow.
Anton Sveinn McKee gerði glæsilega hluti á EM í Glasgow. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sló rækilega í gegn á EM í Glasgow í 25 metra laug í síðustu viku. Anton setti sjö Íslandsmet og tvö Norðurlandamet í einstaklingskeppni og eitt Íslandsmet í liðakeppni á mótinu. 

Það kostar hins vegar sitt að taka þátt í móti sem þessu. Anton vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlum og segir stöðuna ekki góða fyrir afreksíþróttamenn hér á landi. Anton kom út í mínus fjárhagslega við þátttöku sína á mótinu, þrátt fyrir styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ. 

„Eins og staðan er í dag er ég réttindalaus og launalaus. Það eina sem heldur mér í lauginni er eldmóðurinn og viljinn til að sjá hvað í mér býr. Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér, en ekki meir en að ég kem út á núlli, ef ekki mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton m.a. 

Hann sér ekki fram á langan sundferil vegna þessa, þrátt fyrir að árangurinn á EM sé aðeins byrjunin að mati Antons. Hann kallar eftir breytingum svo Ísland geti átt afreksmenn í ólympíuíþróttum og bendir á betri aðstöðu fyrir íþróttamenn í öðrum norrænum löndum. 

Pistilinn hjá Antoni má sjá hér fyrir neðan. 

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/B50extrgDu1/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland 🇮🇸</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/antonmckee/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank"> Anton McKee OLY</a> (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert