Besta skylmingafólkið á árinu

Andri Nikolaysson Mateev.
Andri Nikolaysson Mateev.

Andri Nikolaysson Mateev úr Skylmingafélagi Reykjavíkur og Mekkín Elísabet Jónudóttir úr FH hafa verið útnefnd íþróttafólk ársins úr röðum skylmingafólks.

Mekkín Elísabet Jónudóttir.
Mekkín Elísabet Jónudóttir.


Andri Nikolaysson Mateev vann það afrek að verða Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í karlaflokki, liðakeppni og í flokki 20 ára og yngri. Þetta er fjórða árið í röð sem Andri vinnur meistaratitla í flokki 20 ára og yngri og í opnum flokki.

Mekkín Elísabet Jónudóttir varð Íslandsmeistari kvenna og RIG-meistari kvenna árið 2019.
Hún hafnaði í öðru sæti á Norðurlandameistaramótinu í kvennaflokki á árinu.

mbl.is