Í baklás hjá Keflvíkingum

Danielle Rodriguez reyndist Keflvíkingum erfið viðureignar í gær en hún …
Danielle Rodriguez reyndist Keflvíkingum erfið viðureignar í gær en hún skoraði 20 stig í leiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR hélt Keflavík í tólf stigum í síðari hálfleik þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik Frostaskjólinu í gær. KR vann stórsigur 69:47 og er þar af leiðandi eitt í 2. sæti deildarinnar með 22 stig en Keflavík er í þriðja sæti með 20 stig.

Eftir jafnan fyrri hálfleik var ekki útlit fyrir annað en að leikurinn gæti orðið jafn og spennandi þegar á hann liði. Svo fór þó ekki því allt fór í baklás í sókninni hjá Keflavík í síðari hálfleik. Liðið skoraði aðeins fimm stig í þriðja leikhluta og staðan var orðin 53:40 fyrir síðasta leikhlutann. Alls skoraði Keflavík einungis tólf stig í síðari hálfleik og KR landaði öruggum sigri fyrir vikið.

KR-liðið tapaði fyrsta leik sínum á nýju ári gegn Haukum á laugardag en kvittaði vel fyrir það með sigrinum í gær. KR-liðið er vel skipað og lykilmenn liðsins skiluðu sínu þótt liðið hafi byrjað leikinn fremur rólega. KR-konur geta þó lagað ýmislegt hjá sér áður en liðið gerir atlögu að því að ná Íslandsbikarnum af Val í vor en í gær tapaði liðið boltanum til dæmis nítján sinnum. Keflavík tapaði boltanum sautján sinnum en skotnýting leikmanna Keflavíkur var hins vegar afleit. Þær reyndu tuttugu og fjórum sinnum fyrir sér fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin rötuðu einungis þrisvar rétta leið. Gerir það 12% skotnýtingu og innan teigs var nýtingin aðeins 21%. Með slíka hittni er erfitt að ná í tvö stig í DHL-höllina.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert