Sjöunda lengsta kast ársins

Sjöunda lengsta kast Ásdísar Hjálmsdóttur Annerud í gær.
Sjöunda lengsta kast Ásdísar Hjálmsdóttur Annerud í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kastaði spjótinu 61,24 metra á móti í Svíþjóð í gær en þetta er hennar lengsta kast frá árinu 2017. Íslandsmet hennar í greininni er 63,43 metrar en það setti hún árið 2017.

Þetta var jafnframt sjöunda lengsta kast ársins í heiminum og setti hún einnig vallarmet og mótsmet. Ásdís verður 35 ára á árinu og er því orðin gjaldgeng í flokk öldunga en hún bætti Norðurlandamet öldunga með kastinu í gær.

Ásdís ákvað að leggja spjótið á hilluna eftir þetta keppnistímabil en hún tók þá ákvörðun á síðasta ári, áður en bæði EM og Ólympíuleikunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Keppni í frjálsum íþróttum hófst á nýjan leik í gær í Svíþjóð eftir faraldurinn þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert