Mögnuð endurkoma Aftureldingar

Afturelding fer vel af stað.
Afturelding fer vel af stað. Árni Sæberg

Afturelding fer vel af stað í Mizuno-deild kvenna í blaki því liðið fór til Akureyrar og hafði betur gegn KA í gær, 3:2. 

KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 25:21 og 25:21, en Afturelding neitaði að gefast upp og vann næstu þrjár, 25:17, 25:20 og 15:11. 

Thelma Dögg Grétarsdóttir fór á kostum hjá Aftureldingu og skoraði 38 stig. Velina Apostolova skoraði ellefu. Paula Olmo skoraði 24 fyrir KA. 

Hefur þremur leikjum í efstu deildum í blaki verið frestað vegna kórónuveirunnar. Áttust Þróttur Reykjavík og Þróttur Neskaupstað að mætast tvisvar um helgina en báðum leikjum var frestað. Þá var leik Fylkis og KA í karlaflokki einnig frestað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert