Valskonur í sérflokki

Elín Metta Jensen skoraði tvívegis fyrir Valskonur gegn KR.
Elín Metta Jensen skoraði tvívegis fyrir Valskonur gegn KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu báðar tvívegis fyrir Val þegar liðið heimsótti KR í 1. riðli deildabikars kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarsins, í Vesturbæ í kvöld.

Leiknum lauk með 7:0-sigri Vals en Ída Maren Hermannsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttur voru einnig á skotskónum fyrir Valsara.

Valskonur eru í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eða 9 stig en liðið hefur skorað 23 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og ekki fengið neitt á sig.

Í hinum leik riðilsins vann Þróttur úr Reykjavík 2:1-sigur gegn Selfossi en Þróttarar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig og Selfoss er í fjórða sætinu með 3 stig.

Þá voru Hulda Hrund Arnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir á skotskónum í 2:0-sigri Fylkis gegn Stjörnunni í 2. riðli í Árbænum.

Fylkir er með 7 stig í efsta sæti riðilsins en Stjarnan er með 3 stig í fjórða sætinu.

Markaskorarar fengnir af úrslit.net.

mbl.is