Tveir Íslendingar urðu efstir

Íslenski hópurinn í Búlgaríu.
Íslenski hópurinn í Búlgaríu. Ljósmynd/FRÍ

Ísland varð í níunda sæti í B-deild á Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum í Búlgaríu um helgina. Íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti þeirra liða sem tóku þátt.

Tveir íslenskir keppendur báru sigur úr býtum í sínum greinum í dag. Bald­vin Þór Magnús­son frá Ak­ur­eyri vann 3.000 metra hlaup, en hann kom þriðji í mark í 1.500 metra hlaupi í gær. Hann hljóp 3.000 metrana á 8:81,56 mínútum.

Þá vann Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpið en hún kastaði lengst 15,94 metra.

Ísland tryggði sér sæti í B-deildinni með sigri í C-deildinni fyrir tveimur árum, en keppt var í 20 greinum um helgina. Venjulega keppa tólf lið en vegna kórónuveirunnar tóku Ísrael, Austurríki og Rússland ekki þátt og falla þau því niður í C-deildina og Ísland heldur sæti sínu í B-deildinni.

Íslenska liðið endaði með 116,50 stig nokkuð á eftir næstu þjóðum. Ungverjar báru sigur úr býtum með 216 stig.

Ívar Kristinn Jasonarson varð níundi í 200 metra hlaupi á 22,43 sekúndum.

Sæmundur Ólafsson varð áttundi í 800 metra hlaupi á 1,53,85 mínútum.

Ísak Óli Traustason varð níundi í 110 metra grindahlaupi á 15,15 sekúndum og níundi í stangarstökki með stökk upp á 4 metra.

Hlynur Andrésson varð fjórði í 3.000 metra hindranahlaupi á 9:01,83 mínútum.

Kristinn Torfason varð níundi í þrístökki er hann stökk 13,55 metra.

Guðni Valur Guðnason varð fjórði í kringlukasti með 61,80 metra kast.

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð níunda í 1.500 metra hlaupi á 4:45,27 mínútum.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð áttunda í 5.000 metra hlaupi á 17:52,14 mínútum.

Glódís Edda Þuríðardóttir varð sjöunda í 100 metra grindahlaupi á 14,03 sekúndum.

Eva María Baldursdóttir varð áttunda í hástökki er hún stökk 1,69 metra.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð sjötta í sleggjukasti með kast upp á 59,39 metra.

Irma Gunnarsdóttir varð áttunda í langstökki, stökk 5,98 metra.

mbl.is